Blómasetrið – Kaffi Kyrrð er yndisleg vin í gamla bænum í Borgarnesi. Gestgjafarnir taka ætíð vel á móti manni með brosi og hlýlegheitum og töfra fram kaffi, sæta drykki og veigar sé maður þyrstur. Staðurinn er einkar notalegur og er útsýnið frá kaffihúsinu frábært. Sé maður í gjafaleit er þetta rétti staðurinn, því þar er að finna gott úrval af blómum og gjafavöru.

Advertisements